Viðbætur í flota Háafells

Nýr fóðurprammi Háafells, Kambsnes kom til Ísafjarðar í lok ágúst frá Szczecin í Póllandi þar sem hann var smíðaður.

Í tilefni af komunni efndi Háafell til opinnar móttöku þar sem pramminnn og nýr vinnubátur Háafells, Örn ÍS voru til sýnis. Um 150 manns mættu og skoðuðu tækin.

Það er færeyska fyrirtækið GroAqua sem smíðar prammann en hann er með HS stuðul uppá 5,5 metra sem þýðir að hann þolir öldur uppá minnsta kosti 11 metra, er sérstaklega hannaður fyrir ísingu og hefur stefni að framan.

Í prammanum er spennir fyrir landtengingu og sömuleiðis hybrid batterí pakki. Önnur nýjung er að í prammanum er sjóinntak fyrir vatnsfóðrun en Háafell fylgist náið með þróun á henni og stefnir á að skipta yfir í hana þegar færi gefst til.

Örn ÍS er smíðaður í Utsk í Póllandi af Euro Industry. Báturinn er 15 metrar á lengd og 9 metrar á breidd og búinn tveimur 500 hp Scaniu vélum auk 65 tonnmetra krana. Báturinn er afar öflugur og getur sinnt flestum verkefnum Háafells.

Fleiri fréttir

  • Aukin afföll í Kofradýpi

    Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.

  • Lofandi árangur í baráttunni við laxalús

    Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.