Aðferðir okkar

Seiðaeldi

Seiðaeldisstöðin okkar á Nauteyri í innanverðu Ísafjarðardjúpi er hjartað í starfsemi Háafells. Þar koma inn hrogn sem eru klakin út og verða að kviðpokaseiðum. Að 7-8 mánuðum liðnum eru seiðin bólusett og seltuvaninn í kjölfarið. Heildarferlið er um 13-14 mánuðir áður en seiðin fara út í sjó.
Seiðastöðin var byggð árið 1984 en hefur verið mikið endurnýjuð frá því að Háafell eignaðist hana og bætt við tveimur eldishúsum með 4.800 rúmmetra rými, rafstöð, spennistöð og hreinsihús. Á Nauteyri starfa um 5 manns

Sjókvíaeldi

Sjókvíaeldi er stundað á 3 aðalsvæðum í Ísafjarðardjúpi, í Vigurál, Kofradýpi og við Bæjahlíð. Leyfi félagsins eru þannig uppbygð að hámarki má vera með 6.800 tonn í sjó á hverjum tíma. Þjónustuhöfn Háafells er í Súðavík þar sem gerðar eru út tvær tvíbytnur og brunnbátur félagsins.

Í sjódeild félagsins vinna um 15 manns fast auk lausamanna.

Árangurinn

Slátrun á fyrstu kynslóð Háafells er lokið úr Vigurál og var árangurinn mjög góður, með meðaltals afföllum undir 5% og superior hlutfall vörunnar er um 96%, bæði mjög ánægjulegar og vel samanburðarhæfar tölur.

Háafell er meðvitað að upp geta komið upp aðstæður sem geta ógnað slíkum árangri, en vill gera sitt allra besta til að tryggja eins góðan árangur og velferð fisksins og hægt er.