Háafell er alíslenskt fiskeldisfyrirtæki staðsett við Ísafjarðardjúp
Háafell er alfarið í eigu HG en félögin hafa verið í fiskeldi síðan árið 2001. Fyrst í þorskeldi í tólf ár, síðar í regnbogasilungseldi og nú laxeldi
Starfsemin er í þremur sveitarfélögum við Djúp; seiðaeldisstöð á Nauteyri í Strandabyggð, þjónustumiðstöð við sjókvíar er í Súðavík og skrifstofur á Ísafirði. Háfell hefur leyfi fyrir 6.800 tonna lífmassa á fjórum árgangsvæðum.

Góð velferð og þrifnaður fisksins er undirstaða hagkvæms reksturs. Þetta er mikilvægt leiðarljós Háafells sem á mikið undir að vel sé gengið um Ísafjarðardjúp. Saga okkar og móðurfélagsins spannar 80 ár við Djúp. Stefna Háafells er að byggja starfsemina upp með varfærni þar sem vegalendir milli eldissvæða eru ríflegar, strangar reglur gildi um samgang á milli svæðanna og skýrar verklagsreglur viðhafðar um búnað, lífefni og mannskap sem sækja eldissvæðin heim.


Háafell er ungt framsækið fyrirtæki byggt á grunni áratugalangrar reynslu sjósóknar og fiskvinnslu við Djúp.
