Sjáfbærni í rekstri

Góð velferð og þrifnaður fisksins er undirstaða hagkvæms reksturs
- Fyrsta sjálfvirka fóðurkerfið á Íslandi sem byggir á gervigreind tryggir hæfilega fóðrun fyrir fiskinn.
- Mengandi efni eins og kopar ekki notuð í starfsemi Háafells.
- Sýnatökur áður en eldi hefst, á meðan á því stendur og eftir hvíld til þess að tryggja að ekki safnist upp óhóflega mikið af lífrænum efnum á botninum undir kvíum.
- Fóðurprammi Háafells, Ögurnes er sá fyrsti á Vestfjörðum sem er landtengdur og gengur fyrir hreinni orku í stað olíu
- Nýr fóðurprammi Háafells útbúinn fyrir vatnsfóðrun sem stórminnkar orkunotkun og slit á plastslöngum
Stefnumótun í fiskeldi

Framundan stórar ákvarðanir hvað varðar utanumhald og uppbyggingur greinarinnar. Háafell styður stífar kröfur og gott eftirlit með greininni Skattar og álögur, sérstaklega á fyrirtæki í uppbyggingarfasa verða þó að vera hófleg
Háafell er að fjárfesta fyrir milljarða í uppbyggingunni og verður rekið með tapi næstu 2-3 ár en þarf á sama tíma að greiða einna hæstu skatta sem fyrirfinnast á eldislax í heiminum