Aukin afföll í Kofradýpi

Við höfum verið dugleg að segja frá því þegar vel hefur gengið hjá okkur hér á síðunni. Það er hinsvegar ekki síður mikilvægt að fara yfir áskoranir þegar þær birtast.
Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.
Verið er að taka saman umfang affallanna og ástæður í nánu samráði við dýralækna okkar. Niðurstöður þeirra sýna sem tekin hafa verið benda ekki til sjúkdóms en um er að ræða stóran fisk sem þolir illa þann sjávarkulda sem nú er.
Uppsöfnuð afföll í þessum kvíum voru mjög lág alveg fram í janúar á þessu ári, og almennt gengið mjög vel með fiskinn. Við munum fara nánar í saumana á þessu atviki, fara yfir viðbrögð til þess að minnka líkur á að endurtekningu, þar á meðal að rýna tímasetningu slátrana og skoða sláturafkastagetu svæðisins.
Við höfum sterkan metnað til þess að tryggja velferð og viðgang fisksins.
Fleiri fréttir
Lofandi árangur í baráttunni við laxalús
Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.
Reglubundin sýnataka í Kofradýpi
Á mánudaginn voru starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða í sýnatöku í Kofradýpi með starfsmönnum Háafells. Tekin eru botnsýni við og í grennd við eldissvæðið og niðurstöðurnar bornar saman við sýni sem voru tekin áður en eldið hófst.