Lofandi árangur í baráttunni við laxalús

Undanfarnar vikur hefur endurmat á aðgerðum gegn laxalús í sjókvíaeldi Háafells staðið yfir. Eins og farið hefur verið yfir hér á síðunni leggur Háafell áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn lúsinni og notaði frá og með maí 2024 eftirfarandi úrræði:
- Stingray laser
- Hrognkelsi
- Lúsapils
- Dælingu á ferskvatni
Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn laxalús, hvorki með brunnbát né lyfjum, heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.

Þessar góðu niðurstöður eru okkur hvatning um að halda áfram á braut mótvægis- og fyrirbyggjandi aðgerða. Frá árinu 2011 hefur stefna Háafells verið að nýta bestu fáanlegu þekkingu og tækni til þess að halda umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki. Mikil vinna hefur verið sett í að framfylgja þeirri stefnu, gott dæmi um það er að Háafell var fyrst íslenskra eldisfyrirtækja til þess að fjárfesta í Stingray laser búnaðinum á Íslandi.
Ljóst er að ekki er til ein töfralausn gegn laxalús en það er okkar trú að með blöndu af mismunandi fyrirbyggjandi aðgerðum megi halda lúsaálagi niðri. Fyrsta árið af blöndu þessara aðgerða rennir stoðum undir það en fylgst verður náið með þróuninni í framhaldinu.
Línuritið sýnir þróunina haustið 2023 þegar engir laserar voru til staðar, og svo haustið 2024 þegar laserar voru í notkun.

Fleiri fréttir
Aukin afföll í Kofradýpi
Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.
Reglubundin sýnataka í Kofradýpi
Á mánudaginn voru starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða í sýnatöku í Kofradýpi með starfsmönnum Háafells. Tekin eru botnsýni við og í grennd við eldissvæðið og niðurstöðurnar bornar saman við sýni sem voru tekin áður en eldið hófst.