Uppskeru úr fyrstu kví Háafells lokið

Uppskeru úr fyrstu kví Háafells í Vigurál lauk á mánudag. Vel hefur gengið að slátra í Drimlu og við erum afar ánægð með laxinn.
Við erum sannfærð um að góður árangur byggi á blöndu af hraustum og heilbrigðum seiðum við útsetningu, lágu álagi á fjarðarkerfið, góðri umhirðu við fiskinn yfir allan eldistímann og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við erum engu að síður meðvituð um að þrátt fyrir góðan árangur nú er þetta viðkvæmt jafnvægi og áskoranir svosem lús og sjúkdómar geta fljótt breytt þessari mynd. Því mikilvægara er fyrir okkur að lágmarka líkur á slíkum atburðum með fyrirbyggjandi aðgerðum og er þessi uppskera okkur hvatning í því að halda áfram á þeirri braut.
Hér eru nokkrar lykiltölur úr kvínni:
- Tími í sjó: Rúmir 17 mánuðir
- Afföll: 2.3%
- Fóðurnýtingarhlutfall: 1.16
- Kynþroski: <0.14%
- Meðalþyngd í lok eldis: 5,5 kíló
- Hluti „superior“ fisks við slátrun: 98%
Fleiri fréttir
Aukin afföll í Kofradýpi
Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.
Lofandi árangur í baráttunni við laxalús
Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.