Laxinn dafnar vel í Djúpinu

Háafell tekur í notkun sitt annað kvíaból til laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Fyrirtækið fjárfestir fyrir vel á annan milljarð í stækkun seiðastöðvar sinnar á Nauteyri, auk lífmassa og búnaðar
Lax sem Háafell elur í Ísafjarðardjúpi dafnar afar vel. Fiskurinn var settur út í kvíar í Vigurál á síðasta ári og hefst slátrun í haust. Í vor var annað kvíabólið tekið í notkun, Kofradýpi. Háafell stendur í miklum fjárfestingum við uppbyggingu mannvirkja og tækjabúnaðar vegna eldisins, auk lífmassans. Framkvæmdir eru hafnar við stækkun seiðastöðvarinnar á Nauteyri og nýr fóðurprammi og vinnubátur til að nota á Kofradýpi koma í sumar.
Háafell er dótturfélag sjávarútvegsfyrirtækisins HG á Ísafirði sem stundað hefur fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í 22 ár. Alinn var þorskur og regnbogasilungur þar til fyrirtækið fékk fyrsta laxeldisleyfið í Djúpinu, 6.800 tonn, og hóf laxeldi vorið 2022. Annað leyfi hefur verið auglýst, 5.200 tonn, til Arctic Fish, og stendur til að setja út fyrstu seiðin þar í haust.
Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells, segir að eldið í Viguráli hafi gengið afskaplega vel. Fiskurinn hafi vaxið vel og afföll verið afar lág. Spurður um skýringar segir Gauti að starfsfólk Háafells bui að langri reynslu af fiskeldi í Djúpinu. Hann nefnir að vandað hafi verið val á staðsetning- um, góð seiði séu notuð og fiskinum sinnt vel. Segir Gauti að búast megi við því að eitthvað komi upp á í eldinu en starfsfólk Háafells vilji vera við öllu búið og geta brugðist hratt við.
Stefnt að stærri seiðum
Sett verða út í vor og sumar 1,3 milljónir seiða á nýja kvíabólið í Kofradýpi. Áætlað er að slátrað verði um fimm til sex þúsund tonn- um frá komandi hausti og fram á næsta vor og að leyfi fyrirtækisins, 6.800 tonn á ári, verði fullnýtt á næstu þremur árum.
Til þess að gera það kleift að auka framleiðsluna þetta mikið þarf að ráðast í miklar fjárfestingar. Félagið á gamla seiðastöð á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi sem hefur verið endurbætt mikið á undanförnum árum. Þar er hægt að framleiða 400-500 þúsund seiði á ári en með byggingu nýs 1.400 fermetra húss og öðrum framkvæmdum verður hægt að framleiða milljón seiði, 200 grömm að þyngd.
Stækkun seiðastöðvarinnar kostar vel á annan milljarð króna. Framkvæmdir eru hafnar. Búið er að koma upp vinnubúðum og byrjað að grafa fyrir lögnum. Gauti segir að 15 manns verði þar að störfum næsta árið.
Laxinn dafnar vel í Ísafjarðardjúpi.

Stækkun seiðastöðvarinnar er liður í því að gera fyrirtækið sjálfu sér nægt um seiði en það hefur keypt seiði frá öðrum framleiðendum til að nýta leyfin betur. Einnig mun Háafell horfa til þess að framleiða stærri seiði til útsetningar í sjókvíar og lengja þannig tímann í landi og stytta eldistíma laxins í sjó. Það síðast- nefnda hefur mikla kosti í för með sér. Áhættan við eldi í sjó minnkar, til dæmis styttir það tímann sem fisk- urinn er útsettur fyrir sjúkdómum og sníkjudýrum.
Háafell hefur fest kaup á nýjum vinnubát og 500 tonna fóðurpramma fyrir nýja kvíabólið á Kofradýpi.
Gauti segir að uppbygging laxeldis sé fjárfrek og þessar fjárfestingar sýni hvað eigendur fyrirtækisins, sem eru heimamenn, hafi mikla trú á laxeldi í Ísafjarðardjúpi.
Enn hefur ekki reynt á sölu á laxi en Gauti segist fara óhræddur í þá vinnu. Hann segir að það tengslanet sem móðurfélagið, HG, hafi byggt upp verði jafnframt nýtt við sölu á laxinum. Kaupendur að þorski og öðrum sjávarafurðum séu áhugasam- ir um að bæta laxi við vöruúrval sitt enda sé mikil og vaxandi eftirspurn eftir laxi á heimsmarkaði.
Bendir Gauti á að 6.800 tonn af laxi sé það lítið magn í heildarsamhenginu að það hafi engin áhrif á heimsmarkað en fyrirtækið geti nýtt sér smæð einingarinnar til að hafa gott yfirlit yfir eldi laxins og vinnslu til að fara inn á markaðinn með sérstaklega góða vöru og fá álag á verðið í samræmi við það.
Okkur er annt um lífríkið í Ísafjarðardjúpi og stundum okkar eldi þannig að það hafi ekki óaft- urkræf áhrif á umhverfið. HG hef- ur stundað þar fiskeldi í yfir 20 ár og veitt rækju í áratugi og þar eru uppeldisstöðvar þorsks. Okkar starfsemi á ekki að vera á kostnað umhverfisins
Gauti Geirsson
framkvæmdastjóri
Háafell er í úttektarferli hjá Whole Foods Market verslanakeðjunni í Bandaríkjunum. Gauti segir að þótt endanleg niðurstaða sé ekki komin sé ljóst að Háafell uppfylli öll helstu skilyrði eins kröfuharðasta kaupanda í heimi og starfsfólk Háafells sé stolt af því. Hann fagnar nýjum möguleika sem felst í strandsiglingum. Med þeim sé hægt að koma afurðunum fyrir skip Eimskips sem siglir einu sinni í viku frá Reykjavík til Bandaríkjanna. Laxinn komi ferskur inn á Bandaríkjamarkað og þetta sé auk þess umhverfisvæn leið og ódýr flutningsmáti.
Hafa sögu að segja
Mikilvægt er að hafa sögu til að segja um uppruna afurðanna þegar farið er inn á heimsmarkað og reynt að ná betra verði en aðrir fá. Gauti segir að Háafell hafi sérstöðu í umhverfismálum. Það noti ekki kopar í ásætuvarnir á kvíunum, það tengi fóðurpramma sína við rafmagn í landi, noti hrognkelsi sem náttúrulega leið til að fyrirbyggja lús og vakti vel umhverfi kvíanna. Þá nefnir hann að nýi fóðurpramminn sem er væntanlegur hafi möguleika á að taka sjó og blanda fóðrinu við hann áður en því er dælt út í kvíar og gefið neðansjávar. Það komi í veg fyrir plastmengun sem hætta sé á þegar fóðrinu er blásið með lofti f gegnum leiðslur, minnki orku- notkun og geti dregið úr lús.
Fleiri fréttir
Aukin afföll í Kofradýpi
Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.
Lofandi árangur í baráttunni við laxalús
Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.