Fóðurprammar á rafmagni

Fulltrúar Bláma og Orkubúsins á dekki Ögurness, fimm karlar, ein kona, í einfaldri röð.

Í gær kom starfsfólk Bláma og Orkubús Vestfjarða í heimsókn í fóðurprammana okkar. Tilefnið var að búið er að keyra prammann Ögurnes í eitt og hálft ár á landtengingu og prammann Kambsnes í eitt ár á hybrid-rafhlöðu kerfi.

Þessar fjárfestingar hafa sparað 260.000 lítra og munu halda áfram að skila minni olíunotkun næstu árin. Kolefnisspor fiskeldis er lágt og er þetta ein leið til þess að minnka það enn frekar.

Blámi og Orkubúið hafa verið góðir samstarfsaðilar í þessum verkefnum og var gaman að geta farið yfir árangurinn með starfsmönnum þeirra. Rafvæðing prammanna hlaut mikilvægan styrk úr Orkusjóði.

Fleiri fréttir

  • Aukin afföll í Kofradýpi

    Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.

  • Lofandi árangur í baráttunni við laxalús

    Skemmst er frá því að segja að eftir að laserar frá Stingray voru settir út í kvíar og bætt var við hrognkelsum í maí og júní, hefur ekki þurft að meðhöndla gegn lús, hvorki með brunnbát né lyfjum heldur héldu þessar fyrirbyggjandi aðgerðir henni í skefjum.