Háafell

Kvíarnar okkar
Viguráll
66° 2.562'N, 22° 43.528'W- Lofthiti: 4,5 °C
Kofradýpi
66° 1.728'N, 22° 58.498'W- Lofthiti: 5,6 °C
Bæjahlíð
66° 5.960'N, 22° 39.456'W- Lofthiti: 3,2 °C
Háafell mætir vaxandi eftirspurn eftir sjávarfangi með fiskeldi. Það er gert í sátt við náttúru og samfélag með velferð fiskanna að leiðarljósi.

Opnun seiðaeldisstöðvar á Nauteyri
Ný seiðaeldisstöð verður formlega tekin í notkun laugardaginn 4. október og er öllum boðið í heimsókn milli 13 og 15 þann dag.

Whole Foods vottun í höfn – stórt skref fyrir Háafell
Í rúm 2 ár hefur Háafell unnið eftir staðli Whole Foods-stórmarkaðarins í Bandaríkjunum. Whole Foods hefur sett mjög strangar kröfur sem snúa að umhverfi og velferð ásamt skýrum viðmiðum í samsetningu fóðurs og næringarinnihaldi.
Í sátt við náttúru og samfélag
Saga móðurfélags Háafells spannar 80 ár við Ísafjarðardjúp. Fáir eiga meira undir að vel sé gengið um Djúpið. Stefna Háafells er að byggja starfsemina upp með varfærni þar sem vegalendir milli eldissvæða eru ríflegar, strangar reglur gildi um samgang á milli svæðanna og skýrar verklagsreglur viðhafðar um búnað, lífefni og mannskap sem sækja eldissvæðin heim.

Sköpum jákvæð áhrif í sjávarútvegi með ábyrgum starfsháttum

- 01234567890123456789+Starfsmenn
- 0123456789Eldissvæði
- 01234567890123456789kvíar í notkun
- 012345678901234567890123456789%Í eigu heimamanna við Djúp í gegnum móðurfélagið HG